Hæ!

Í stuttu máli dreymdi mig stelpu sem gerði tilraun til sjálfsvígs með því að hengja sig í símasnúru, en þar sem hún mistókst gerði hún aðra tilraun með eitri og það tókst. Kærastinn hennar gerði slíkt hið sama. Ég tek það fram að ég þekkti þetta fólk ekki(og þekki ekki í raunveruleikanum).

Rétt á eftir þessu, sömu nótt, dreymdi mig að ég hefði komið sprengju fyrir í húsi, sem ég veit ekkert hver átti heima í og ég veit ekki af hverju ég gerði þetta, og svo tók vinkona mín í hurðarhúninn og húsið sprakk í tætlur.

Ef einhver kann skýringu á þessu eða hefur dreymt eitthvað svipað, endilega gefa mér svar :)