Biblían er 66 bækur í heildina. Orðið þýðir “bókasafn” hence; Bibliotek, sem er danska fyrir bókasafn. Nýja Testamentið var skrifað á árunum 50-90 E.kr. af postulum Jesú.
Elsta eintak af því í heild sinni er á grísku og er um (ef ég er ekki að rugla) í kringum 300-350 E.kr.
Talið er að Jesú hafi talað 3 tungumál; Arameiísku, Hebresku og Grísku. Talið er jafnel að fjallræða hans í Matteusarbók hafi í raun farið fram á grísku, en ekki Arameiísku (sem er móðurmál Jesú), þar sem rúmur meirihluti áheyranda þar var grískumælandi.

Allir þeir sem kunna hrafl í grísku ættu að geta rýnt í þetta “frumrit” og borið það saman við okkar þýðingu.
Hún er nátúrulega á forngrísku, en hefur verið sett á nútímagrísku einnig. Ekki veit ég um stað á netinu sem hægt er að nálgast hana þó.

Um þá kenningu að biblíunni hafi verið breytt gífurlega til að passa inn í rómarveldi og þar með sett saman af rómverjum, þá vill ég benda á þau inntökuskilyrði sem þurfti til að rit komistí nýja testamentið:

“1. Að ritið hafi verið skrifað af postula (eða nánum samverkamönnum þeirra)
2. Að það hafi verið í notkun í stærstu kristnu söfnuðunum
3. Að það hafi verið í notkun í helgihaldi kirkjunnar
4. Að boðskapur þess hafi verið í samræmi við önnur rit sem voru í ”

í þessum pakka var t.d. lokað á gnostísku “guðspjöllinn” sem voru þó aðeins 6, þar sem ekkert þeirra náði að standast þessar kröfur.
Sérstaklega kröfu 1 og 4
Þar á meðal er Júdasarguðspjallið.

Þau rit sem ekki komust að eru kölluð Apokrýfar rit, og er hægt að nálgast þau á hvaða bókasafni sem er. Þau geyma engar gríðarlegar samsæriskenningar. og sum af þeim voru mjög vinsæl allt til miðalda þó að þau væru ekki opinber hluti biblíunar. t.d. sagan um Jesú sem smábarn þar sem hann býr til leirdúfu og gefur henni líf.
Einnig eru til Apókrýfar rit gamla testamentsins, sem komust ekki þar inn og eru þau auðfengin líka, þó að ég hafi ekki tekið mig til og lesið þau ennþá