Jæja, mig dreymdi frekar skuggalegan draum í nótt.

…Kærastinn minn (köllum hann Jón), félagi hans og ókunnugur kvenmaður eru á gangi í skógi. Eftir einhverja stund þá snýr félaginn sér við og tekur eftir því að það eru engin fótspor eftir konunni og hann hrópar það við Jón.
Konan hlær þá og hverfur.
Þeir halda áfram og allt í einu er Jón kominn á hestbak og félaginn búinn að umbreytast í Úlf.
Þeir fara að kanna svæðið framundan.
Allt í einu er ég komin á svæðið.
Ég sé konuna og lengra í burtu eru strákarnir að koma til baka, þeir taka ekki eftir henni.
Það er þoka að myndast allt í kringum þá og ég hrópa til þeirra að nornin sé komin aftur.
Þá stekkur á mig úlfur á vegum nornarinnar og ég sé útundan mér fleiri úlfa stefna á strákana.
Ég næ að slá frá mér nokkrum úlfum en er svo alveg máttlaus og með verki í fætinum svo ég ligg bara hálf meðvitundarlaus.
Úlfur kemur upp að mer og þefar af mér, en fer svo í burtu.

Næsta sem ég veit er að ég og Jón erum inni á einhverju eyðisetri og við búin að læsa okkur inni í herbergi. Skarkali og ýlfur í úlfum fyrir utan.

Nornin opnar svo dyrnar að herberginu sem við erum í eins og ekkert sé. Hún er öll tattoo-veruð. Framan á henni er tattoo af manni og konu.
Einhvernveginn skil ég það sem að hún ætli að fórna okkur til þess að verða sterkari.
Við reyndum ekkert að berjast á móti henni eða neitt vegna þess að þetta var ekki líkami hennar, hún sjálf var langt í burtu að framkvæma galdurinnþ

Allt í einu gengur gamall feitur verkamaður inn í herbergið, sagði að kallað hefði verið í sig til að laga gamalt rúm. Hann lítur yfir rúmið og þá sveiflar nornin hnífi og heffur höfuðið af honum.

Höfuðið veltur yfir mig. :S
Ég hugsa samt ekki um það, er bara ánægð með að Jón sé ennþá lifandi þótt hann sé útataður í blóði karlsins.

Nornin lítur á mig.
Dyrabjalla hringir

Ég vakna….

Já, ekki yndislegt?
Merkir þetta eitthvað?