Einu sinni þegar ég var lítill, kannski svona mesta lagi 8 ára fór ég með fjöldkyldu minni í ferð út á land. Við ferðuðumst meðal annars á stað sem ég man ekki hvað heitir en á þessum stað var svona þokkalega stór steinhóll sem var kendur við álfa. Ég hef aldrei pælt mikið í þannig verum. Allavega löbbuðum við upp á hólin (margir aðrir voru líka þar) og allt í lagi með það. Svo þegar ég kem niður og lít upp aftur sé ég svona gaur í grænum búning með græna skrýtna húfu skjótast út úr berginu in inn í það beint aftur. Þetta hefur tekið minna en hálfa sekúndu og gerðist mjög hratt. Ég bendi en enginn sá þetta.
Það sem mér fannst svo skrýtið við þetta var, að ég hef aldrei tengst neinu svona sjálfur. Reyndar er amma mín mjög skygn en ekki ég. Annað sem mér fannst skrýtið og næstum fyndið er að álfurinn var dressaður eins og þessu dæmigerða staðalímynd álfa.
Ætlaði bara að tékka hvort einhver kannist við þetta eða staðinn sem þetta gerðist á (það var lítil slökkvuliðsstöð þarna rétt hjá)
Takk fyrifram…