Trúir einhver hér á tótem, eins og úr gömlu indjána trúnnum, m.a. shaman..?[ég er ekki að tala um súlurnar, ég held að þetta heiti samt totem, leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér]
sumir líta á tótem sem vernd/verndara í einhver skonar dýrslíki, t.d. örn.. og sumir líta á tótemin sem e-h sem birtist manni einmitt eins og maður ýmindar sér. t.d. segjum svo að þú ýmindir þér verndina í formi orku,þá kemur það þér fram sem einhversskonar orka sem þú finnur þ.a. ef hún kemur fram. þetta er bara pæling, hef engann rökstuðning og sannanir bakvið mig.
Einn gaur sem ég þekki hefur þannig tótem, eða hann lítur þannig á það. Mjög oft í draumum hans kemur ákveðin tegund fugls fram, held það hafi verið teista, og hann lítur á teistuna sem sitt tótem.

Eftir að ég fór að pæla í svona,(þó nokkuð síðan) tók ég eftir að það er ákveðið dýr sem mér finst hafa fylgt mér og það er svartur köttur(nei ég er ekki að grínast).

þegar ég var um 5-6ára sá ég oft svarta kisu bara allt í einu, á svo skömmum tíma aðeftir eitt blikk var hann horfinn. þetta gerðist oft, stundum var þetta svartur ruslapoki og stundum ekki neitt.

einn daginn fór ég til pabba og sagði honum frá þessu(var ca. 6ára) og hann sagði: ja, kannski voru þetta ofsjónir(sem er alveg möguleiki).
og alltaf eftir þetta, ef ég sá köttinn aftur, þá kom ég til pabba og sagði: pabbi, veistu ég sá ofsjónir aftur!og setti upp mæðusvip.

svona hefur þetta fylgt mér gegnum árin, þó minna og minna með aldrinum. seinast sá ég hann fyrir svona 1-2árum. ég veit varla lengur hvað ég að halda, en er mögulegt að fá sömu og sömu ofsjónirnar aftur í gegnum mörg ár? og þetta er það EINA sem ég hef séð.

þetta eru bara pælingar, ég þarf ekki að vita að ég sé barnaleg eða trúgjörn takk fyrir^^

Bætt við 13. febrúar 2007 - 23:36
*afsakið, stafsetningin ekki upp á sig besta, og maður skrifar víst ímynda^^
www.myspace.com/amandarinan