Blessuð öll…
Var að pæla svoldið í “álagablettum”.
Reyndar er ég ekki viss um að ég sé með rétta nafnið á fyrirbærinu, vegna þess að þegar ég reyndi að leita á netinu, fann ég bara upplýsingar um bletti tengda huldufólki (grasbletti sem mátti ekki slá og þess háttar).
Blettirnir sem ég er með í huga eru hinsvegar áberandi berir (ekkert vex þar) og bæði dýr og menn taka stórann sveig fram hjá þeim.
Semsagt ekkert lifandi vill koma nálægt blettinum.
Ég heyrði einu sinni sögu um svona blett sem var á bæ í Skagafirði (því miður búin að gleyma nafninu á bænum ásamt restinni af sögunni) og langar að vita meira um þetta.
Er þetta eitthvað í ætt við ley-línur, bölvanir eða slæma atburði í fortíðinni?
Það væri gaman ef fleiri gætu komið með hugmyndir eða álit (opin fyrir öllu).
Allar hugmyndir og upplýsingar eru vel þegnar en vinsamlegast sleppið skítkasti ;)

xxx
Sindyellow