Stundum þegar maður vaknar, þá hlær maður að því hvað draumurinn var mikið bull og finnur að hann var bara draumur. Ekkert annað.

En stundum vaknar maður og manni finnst eins og draumurinn sé eitthvað meira en bara draumur, eins og hann sé skilaboð.

Mig er búið að dreyma ansi oft svoleiðis drauma undarfarið.

Sá sem mig dreymdi seinast hefur valdið mér mestu hugarangri. Mig dreymdi að ég og mamma vorum einar heima og vorum að fela okkur fyrir risaeðlu. Það vakti athygli mína að mamma var einstaklega lagin við risaeðluna, bæði að fela sig fyrir henni og nálgast hana. Svo endar draumurinn á því að ég, mamma og risaeðlan missum allar aðra frammtönnina. Og svo hrynja tennurnar úr mér, nema hvað bara efri helmingurinn af þeim öllum. Svo þær í rauninni brotna í tvennt.

Ég veit að það að missa tönn á að þýða ástvina missir. En af hverju brotna þær flestar til hálfs og hvað er þessi risaeðla að gera heima hjá mér?
“að elska örlög sín, nauðugur, viljugur”