Ok mig langar að deila dálitlu sem ég fór að spá í. Líf eftir dauða. Ég komst að þeirri niðurstöðu að dauðinn er ekki til. Afhverju?

Þú sem ert að lesa þetta núna, þú ert lifandi persóna sem hefur meðvitund af því sem er að gerast í kringum þig og innra með þér. Ekki satt? Sem þýðir það að þú ert til.
Þar sem þú ert til núna, þá hlýturðu að hafa einhverntíman ekki verið til, s.s áður en þú fæddist. Ekki satt? En þar sem þú ert til núna hlýtur að hafa verið möguleiki á því að vera til, þar sem þú ert hérna núna.

Ok ekkert mál. Þegar þú deyrð og ef þú trúir á ekkert eftir dauðann, þá hlýtur meðvitund þín hverfa og allt í kringum þig, þar sem þú ert ekki lengur til. Sem þýðir að þú missir einnig meðvitund af tímanum.
Ok, þar sem það var möguleiki á því að þú fæddist, því þú ert til, þá hlýtur annar möguleiki vera til. Sem þýðir, það geta liðið endalaus mörg ár, en fyrir þig líður það eins og sekúndubrot þar sem þú hefur ekki meðvitund af tímanum. Sem leiðir til þess að þú fæðist strax aftur.

Samkv. eðlisfræði getur ekki verið til tómarúm, sem þýðir að meðvitund þín getur ekki horfið, hún verður alltaf að vera til, en hún getur umbreyst.

Niðurstaða: Að trúa á að ekkert sé eftir dauða er vitleysa!

Alheimurinn hefur alltaf verið til og verður alltaf til. Afhverju? Vegna þess að samkv eðlisfræði þá getur ekki eitthvað búist til úr engu (free energy) eða hvað? Og ef hann er alltaf til, er endalausir möguleikar af öllu.

Takk fyrir mig og endilega pælið í þessu.
Kv, wolfy.