Mig dreymdi kjánalegan draum um daginn. Er ekki viss hvort hann merki eitthvað en ef hann gerir það megið þið sem kunnið á þetta alveg segja mér það :)

Ókey sem sagt ég bý í húsinu sem ég ólst upp í sem krakki, samt er einhver miðaldastemning í sambandi við föt og svona. Ég í einhvern veginn þannig kjól.
Allavega er pabbi reiður út í mig af einhverjum ástæðum og þess vegna hef ég læst mig inní gamla herberginu mínu. Ég kíki í fataskápinn og finn ótrúlega venjulegan hvítan pappadisk.
Af einhverjum ástæðum þá ákveð ég að binda þennan sérdeilis indæla pappadisk við mittið á mér og þá fer allt að snúast þangað til ég er komin í aðra vídd. Það er einhver svona miðaldaheimur, með göldrum og dóti.
Svo man ég ekki alveg hvað gerist en ég var allavega að ferðast á milli víddana og þessi pappadiskur var lykillinn.

Jáá… Kjánalegt.