ég á strák sem er 15 mán og það fer ekki á milli mála að hann sér og er einnig stundum mjög hræddur við þetta. sérstaklega á kvöldin, hann er alltaf að vakna og sefur alveg svakalega laust.. þegar ég var ólétt fór ég til miðils og þar var mér sagt að eg gengi með strák og að mér ætti ekki að lata mer bregða því barnið mitt yrði næmt..
en það hefur komið nuna 3 sinnu fyrir sl 3 mánuði að leikföngin hanns einsog t.d takkaborðið a göngugrindini hanns og píanóið inní herberginu hanns fóru bara alltí einu að gefa frá sér eina-tvær nótur, og síðast í fyrradag.. þá var ég að skipta á rúminu hanns og alltí einu fer leikfanga sími sem heyrist hljóð í í gang.. einnig verða margir varir við reimleika í kringum herbergið hanns, og núna síðast á fostudaginn þá var vinkona mín að labba framhjá herbergishurðini hanns og sá einhvern í hurðinni, um leið og hún sá manninn bakkaði hann inni herbergið og vinkona min fékk næstum hjartaáfall:) í gær fóru svo hurðin hanns og hurðin á móti að opnast og lokast,
en þetta er óþæginlegi parturinn af þesu ollu saman… einnig hafa þessir hlutir verið að ágerast að mér finnst hérna inni svona sl. mánuðinn.
mér finnst þetta svo óþæginlegt allt saman og strakurinn virðist hræðast þetta aðeins, get eg reint að loka honum sjálf eða á ég að fara til miðils?
og hvað get eg gert við þesum reimleikum herna inni?