Svona 70% af draumunum mínum snúast um að ég sé að flýja frá einhverjum eða berjast. Tökum dæmi:

1. Þennan draum dreymdi mig þegar ég var pínulítil, man samt alltaf eftir honum.
Ég var að labba heim af æfingu þegar það byrja risaeðlur að hlaupa á eftir mér og elta mig. Einhvernveginn þá tekst mér að komast heim, stekk inn í herbergi hjá mömmu og pabba, þar sem þau liggja uppi í rúmi, segi þeim frá risaeðlunum og er skiljanlega dauðhrædd. En svarið sem ég fæ er “Hvaða rugl í þér krakki, leyfðu okkur að sofa!”

Rétt í þessu brotnar glugginn og 2 risaeðlur troða hausnum inn, allt verður dimmt og eldingar og þrumur. Ég öskra. En mamma og pabbi segja bara: “Hættu þessum látum,” og fara aftur að sofa.

2. Þennan draum dreymdi mig um daginn.
Ég var karlmaður, rannsóknarlögregla. Ég var að rannsaka og þá fann ég mömmu og pabba dáin uppi í rúmi í gamla húsinu mínu, sem annar maður átti nú (held að hann hafi átt að vera í mafíunni, allaveganna eitthver big-shot).

Þar sem ég vill gefa foreldrum mínum virðulega útgröf þá reyni ég að koma líkunum í burtu en um leið og ég er búin að færa líkið hjá föður mínum þá kemur litla systir mín inn. Ég fatta þá að maðurinn sem bjó þarna núna hafði verið með hana allan tímann og líklegast misnotað hana. Í þessu kemur “vondi” maðurinn inn. Þá tek ég það til bragðs að leggjast við hliðina á látinni móður minni og þykist vera faðir minn. Manninum finnst ég eitthvað grunsamlegur þannig hann dregur mig á löppunum niður tröppur (ath. hausinn pompaði þannig í allar tröppurnar) og ætlaði að kasta mér ofan í sundlaugina sína. Áður en hann nær að gera það segir vinnumaður hans honum að hann hafi fengið mikilvægt símtal. Ég næ að flýja.

Þannig gengur þessi draumur í dálítinn tíma og ég vaknaði frekar ruglingsleg.

3. Móðir mín lenti fyrir bíl og dó. En ég vissi að þetta hefði ekki verið slys. Ég hafði erft mikinn pening frá foreldrum mínum og ég var sífellt að reyna að flýja frá manni sem reyndi að kúga mig eða stela honum af mér. Mig minnir að ég hafi vaknað þegar ég hélt að hann væri að fara að drepa mig.
Ekki langt síðan mig dreymdi þennan.

4. Ég og nokkrar vinkonur mínar vorum að flýja frá einhverjum sem ég veit í rauninni ekki hverjir voru. Eina sem ég man er að við vorum hræddar og hlaupandi á milli herbergja. Í einu herberginu var börnum á ýmsum aldri staflað upp. Öll hlekkjuð við stálplötur. Þau voru líklegast tilraunadýr og þau voru mörg hundruð talsins. Við hlupum fram hjá þeim en þótt þau vissu að við værum að flýja þá sögðu þau ekki orð, báðu okkur ekki einu sinni að losa sig.
Þennan dreymdi mig rétt áðan.

5. Ég er vampýrubani (örugglega áhrif frá Buffy þáttunum hérna) og er að skjóta á vampýrur í íbúðablokk fyrir aldraða. Einnig er ég að flýja frá þessum vampýrum.
Þessi er kannski svona 5 ára gamall.

6. Ég er einhverskonar skrímsli, varúlfur dettur mér helst í hug. Ég er að berjast við annað eins skrímsli og þetta er erfiður bardagi.
Þessi er nýlegur.

Og nú spyr ég hvort einhver geti ráðið kannski einhvern af þessum draumum
og hvort einhver geti komið með getgátur um það afhverju mig dreymi alltaf að ég sé að flýja eða berjast?