tjahhh…. ég ætla að segja ykkur frá wicked stöffi sem gerðist við littla bróður minn… hann er núna 9 ára gamall og það sem er búið að vera að gerast er að hann byrjar að öskra í svefni og þá öskrar hann mjög hátt og einhverjar rugl setningar.. fyrst þegar eg varð var við þetta var hann að gista heima hjá mér og pabba ( hann býr hjá móður sinni) og þá byrjaði hann bara að væla og öskra og það var engin leið til að vekja hann. svo sagði eg vini mínum frá þessu kvöldið eftir og svona mínutu síðar þá byrjaði krakkinn að öskra og eg og vinur minn fengum bara hláturskasst enda var krakkinn í þessu tilfelli að öskra “kúka” á fullu.
Svo um jólin þá fór ég með móður minni og hennar fjölskyldu út á land í jólaboð en ætla ekki að tala um það heldur þegar við vorum að fara heim.
það var semsagt skipt í tvo bíla ég var í þeim bíl sem bræður mínir voru ekki í, og eftir langa keyrslu vorum við loksins komin í bæjinn og fórum að skila ömmunni heim til sín og þá fór eg að skipta um bíl og sá þá að bræður mínir voru báðir grenjandi( annar þeirra var umþb eins árs þannig að það var eðlilegt) en svo var þessi 9 ára bróðir minn grenjandi og öskrandi og mér fannst það mjög fyndið og spurði hvað væri að, mamma sagði þá bara að hann væri sofandi og væri bara envhað spluu. keyrðum við svo af stað og þá sofnuðu þeir báðir og þegar við vorum komin heim og hann vaknaði þá spurði eg afhverju hann hafði verið að grenja og þá skildi hann ekkert í því sem eg var að tala um og man ekkert um að hafa verið grenjandi..
Mamma var síðan enhvern tímann að tala um að senda hann til læknis því að þetta hefur gerst mjög oft.

takk fyrir mig.