Mig langar að tala um tvo hluti sem eiga við um mig, mér langar til að vita hvort einhverjir kannist við þá.
Oft, eiginnlega alltaf finn ég það á mér þegar klukkan slær tólf á miðnætti. Það bregst ekki að ég hrökkvi við þegar ég er hálf sofnaður eða að fara að sofa og líti á klukkuna og alltaf er hún að slá 12. Er þetta bara mjög góð tímaskynjun eða er þetta einhver yfirnáttúruleg skynjun ?
Mig hefur fjórum sinnum dreymt og ég vitað að ég sé að dreyma. Það er kanski ekkert svo skrítið útaf fyrir sig en ég heyri ótrúlega hátt bergmál í hausnum á mér, eins og hausinn ætli að springa. Einnnig get ég opnað augun en sé ekki nema í móðu, sammt get ég ekki talað. Í fyrstu tvö skipin sem þetta gerðist leið mér illa og fékk hálfgerða innilokunarkennd en náði að vakna þegar ég reyndi að öskra. Í þriðja skiptið sem þetta gerist var ég að leggja mig heima hjá ömmu minni, allt í einu áttaði ég mig á því að mér væri að dreyma og ég fór að heyra þetta sjúklega háa bergmál í hausnum á mér. Þegar ég opnaði augun fór ég að heyra ömmu mína öskra frammi í sofu, öskra á hjálp, ég barðist um og reyndi að vakna en ég náði ekki að vakna. Mér hefur sjaldan liðið eins illa og þarna, amma mín öskrandi og þurfti hjálp en ég gat ekki hjálpað henni því ég var “sofand”. Svo náði ég að vakna, það fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði var að hlaupa framm í stofu og athuga að ömmu. Þegar ég kom framm í stofu sat amma bara í góðum gír að prjóna og horfa á sjónvarpið. Þetta öskur sem ég heyrði var svo raunverulegt en reyndist síðan bara hafa verið tóm ofskynjun eða bara hluti af þessum “draumi” mínum.
Svo í fyrradag gerðist þetta í fjórða skiptið, þá var ég að leggja mig framm í stofu hjá ömmu, þegar ég vissi að mig væri að dreyma ákvað ég að taka því með ró og sjá hvað mindi gerast. Bergmálið í hausnum á mér fór að magnast upp og ég sá stofuna í þvílíkri byrtu en jafnframmt mikilli móðu. Þótt að bergmálið væri hátt og skerandi fór ég að finna fyrir mikilli og undalegri vellíðan, eftir u.þ.b. 2 min vaknaði ég. Þessi mikla vellíðan sem kom yfir mig er ólýsanleg og gæfi ég mikið fyrir að lenda aftur í sömu aðstæðum. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað geriðst og hvort þetta sé eðlilegt ?