Afsakið ef þetta hefur komið áður. Ég prófaði að leita orðið “andaglas” uppi á vísindavefnum og neðst í þeirra grein stóð þetta:

Að lokum er til gamans hægt að benda á að tölvutækninni hefur fleygt svo fram að nú er hægt að fara í andaglas á netinu. Á heimasíðunni The real deal er boðið upp á andaglas þar sem menn tylla fingri sínum á tölvumús í stað glass og fylgjast með hreyfingum músarbendilsins á sýndarspjaldi. Og þá er rétt að spyrja: „Er andi í tölvunni?“

http://www.witchboard.com/theboard_frames.html

Gaman að sjá hvað þið fenguð út úr þessu. Sjálfur hef ég ekki prófað þetta og er hreinlega ekki viss hvort ég ætli að prófa þetta. En Enjoy :)
You shouldn't take life to seriously. You'll never get out alive.