Þegar ég var lítil dreymdi mig oft sama drauminn kannski svona 1-3 á ári í nokkur ár..
Þessi draumur var mjög “spooky” og ég vaknaði alltaf mjög hrædd og mjög brugðið.. Þegar ég var sem yngst þá vaknaði ég alltaf grátandi og mamma átti erfitt með að hugga mig!
Í nokkur ár hætti mig að dreyma þennan draum og ég verð að viðurkenna að ég varð svolítið fegin!

Ég flutti að heiman fyrir 3 árum síðan og ég er sú týpa að ég fæ sjaldan sem aldrei martraðir.. Eina nóttina í nýja húsinu dreymdi mig þennan draum aftur! Þá hafði ég ekki dreymt hann í langan tíma en ég man að þegar ég vaknaði þá leið mér eins og þegar ég var lítil.. Hrædd og mikið brugðið….
Ég hef ekki hugmynd um hvað þessi draumur þýðir..

Hér er lýsing á honum:

“Ég ligg í rúminu hjá pabba og mömmu. Ég er pabba megin í rúminu og ég er ein. Allt virðist vera í einskonar þrívídd nema ég og rúmið.. Hurðin á herberginu er mjög langt í burtu í draumnum og svo allt í einu breytist allt og herbergið kemst í sína eðlilegu stærð.. Þetta gerist eins og einhverju sé kastað beint í áttina til mín og ég hrekk við.. Í öllum þessum hraða sé ég konu og hún er öskrandi.. Hún virðist mjög reið og stefnir í áttina að mér á miklum hraða..”

Á þessum tímapunkti vakna ég alltaf og er mjög hrædd og brugðið… Ég kem ekki konunni fyrir mér en ég veit að hún er dökkhærð, grönn og mjög ógnvekjandi.. Mér finnst ég samt ekki þekkja hana..

Mér finnst þetta mjög skrítinn draumur og mig langar mjög mikið að vita hvað hann merkir, ef hann þá merkir eitthvað?!