Mig dreymdi draum sem ég er hrædd við því mig minnir að það sé ekki gott að tengjast álfum í draumi.

Draumurinn:

Ég var semsagt í sumarbústað í minnsta herberginu
sem var þar, ég var að fara að sofa og í herberginu var koja ég fór í efri kojuna(bróðir minn í neðri) og gat horft út um gluggann, þar sá ég fullt af fólki og ég kallaði út um gluggann heyriði þetta er einkalóð sko.
Þá kom til mín skrítin kona sem að rétti mér lykil úr gulli og sagði ég er álfkona og ætla að láta þig fá þennann lykil, þú skilar honum á morgunn ásamt dagblaði morgundagsins.
Ég var frekar hissa á þessu en tók nú samt lykilinn og fór að sofa.
Það var langt að ná í blaðið úr sumarbústaðnum þannig að ég setti lykilinn inn í gamalt blað.
Ég fór út og setti þetta á svona trékubb sem varð eftir því að það hafði verið búið að saga tréð af.
Svo kom álfurinn og sagði bara takk fyrir að skila þessu aftur og fór svo.
Ég fór inn og spurði bróðir minn hvort hann myndi ekki vita ef að það væru álfar í skóginum, því
að bróðir minn hefur alltaf verið rosalega næmur.

En ég fékk ekkert svar því ég vaknaði eða
hélt það að minnsta kosti en þá var mig ennþá að dreyma en vaknaði í alvöru stuttu eftir það.

Veit e-r hvað þetta getur þýtt???
Ég held að það sé ekki mjög gott að dreyma að taka gull af álfum en ég hef ekki mikið vit á draumaráðningum,
endilega svarið sem fyrst
gitta12
Smælaðu framan í heiminn og þá smælar heimurinn framan í þig!