Svo er mál með vexti að fyrir stuttu fór ég á Hróarskeldu með nokkrum vinum. Svo núna í fyrrinótt dreymdi mig það að hróarskeldubandið mitt sem er utan um hendina á mér hafði slitnað (sem var hálfgerð martröð í mínum augum). Svo sagði ég vinkonu minni frá því sem var með í ferðinni líka og þá komst ég að því að henni hefði dreymt það líka sömu nótt!

Hafiði lent í því að dreyma nokkurn vegin það sama og einhver önnur manneskja sömu nóttina ? Og hvort það gæti merkt e-ð ?