Mig dreymdi undarlegasta draum minn hingað til fyrir stuttu.

Þannig er sagan að fjölskyldan átti kött(Birta) sem var lógað vegna krabbameins síðastliðið haust. Hún var hvít á lit(með brúnleitum flekkjum) og birtist mér í draumnum eins og hún var raunverulega, ég tek litinn fram því einn vinnufélagi minn vildi meina að það gæti skipt máli.

Í draumnum þá vorum ég, mamma og systir mín heima(við létum heldur betur að Birtu en pabbi og bróðir minn). Ég er eitthvað að dunda mér þegar mjög ákaft og stöðugt mjálm byrjar að heyrast í fjarska(samt mjög skýrt og greinilegt). Við verðum öll hálfundrandi við þetta og mjálmið verður alltaf hærra og hærra líkt og það færist nær og er orðið virkilega hátt(miklu hærra en nokkur köttur gæti mjálmað). Þá er mér litið út í garð og þar sé ég Birtu standa í um 10m fjarlægð þar sem hún virtist horfa á húsið okkar. Ég kalla til hennar ákaft því mig langaði mjög að fá hana inn en hún er eitthvað treg en lítur til mín á endanum og trítlar til mín. Þó kemur hún ekki inn í húsið heldur stendur sem fastast um hálfan meter fyrir utan gættina. Ég teygi mig að henni og klappa henni og klóra eins og henni þótti allaf best og hún fer smám saman að mala. Malið stigmagnast og allt í einu er eins og það nái hámarki, og ég lít upp til himins og sé þar glaðlegt andlit guðs(eins og ég hef alltaf séð hann fyrir mér). Myndin sem ég sá af guði var mjög björt og skýr, og mikil birta geislaði í kringum andlitið og mér leið mjög vel fyrir vikið(í draumnum).
Þarna vaknaði ég svo skyndilega.

Ef þið sjáið eitthvað út úr þessu þá endilega komið með það.