Í keltneskri hefð voru tvö stærstu festivölin Beltaine og Samhain -byrjun sumars og veturs-
Beltaine sem er dregið úr keltneskum orðaforða stendur fyrir orðið “eldur”.

Á þessum degi var haldið upp á byrjun sumarsins á Írlandi og Skotlandi. Þessi dagur var haldinn heilagur fyrir guðinn Bel, Beli, Balar, Balor eða Belenus (hann gekk undir mörgum nöfnum). En Bel var einmitt eldguð keltanna. Að öllum líkindum hafa hátiðirnar verið haldnar sem einhverskonar frjósemishátíð, þar sem ósiðleg (nú á dögum) athæfi gengu fram, því samkvæmt mörgum trúarbrögðum er einmitt byrjun sumarsins besti tíminn til slíkra iðkanna.

svo ég býð ykkur gleðilegan Beltaine :)
“Land Of The Ice And Snow”