Þetta er ekkert sérstaklega merkileg saga en mig langar samt að tjá mig.
Ég lenti í slysi fyrir rúmum 6 árum og missti töluvert af heyrn. Eyrað nemur ekki lengur útvarps og sjónvarpsbylgjur án hjálpartækja (heyrnartæki). En það sem gerðist einnig var að ég fór að sjá ofsjónir, eða svo held ég. Ég hef talað um eitt tilviki hér á ,,dulspeki" áður, en það gerðist á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Það er eitt af þeim tilfellum sem ég held að hafi ekki verið ofsjónir (fékk nokkurn veginn staðfestingu á því).
En ég hef líka heyrt ofheyrnir síðustu 6 árin, en var að komast að því að þessi hljóð eru ósvikin. Hafði reyndar alltaf grunað það, en vildi bara ekki hljóma eins og geðsjúklingur. Ég fékk staðfestingu á þessu þegar ég fór í mælingu ofl. um daginn. Þegar ég tek af mér tækin heyri ég mjög vel í ýmsum hljóðum sem aðrir heyra ekki. Ég heyri allt frá raddir uppí einhvern að reka sig í. Það er ómögulegt fyrir mig að heyra í kærastanum mínum þegar hann sefur við hliðina á mér, hvað þá hljóðum sem eru lengra í burtu frá mér. Ég vildi óska þess að ég væri ekki svona, því ég fæ aldrei frið og það er einhvern verginn aldrei alveg þögn í kringum mig. Nema þegar ég set upp hjálpartækin mín en það ætti að vera öfugt.
Mér finnst þetta óþægilega ,,krípí" og á erfitt með að sannfæra mig núna að draugar og annað yfirnáttúrulegt sé ekki til.