Núna hef ég sögu að segja, þetta byrjaði allt með fíflaskap þegar ég var 12 ára.. rosalega fyndið að fitla við AndaGlas og gera eitthverjar tilraunir með galdra en dáleiðingar var mitt uppáhald og er..

Ég hef reyndar ekki mikið gert þetta undanfarið en ég er svona grafa mig aftur ofaní þessa dulspeki og hef víst tekið eftir því að ég sé drauga. Meðal drauga sé ég skemmtilegan Svartan Dreka?

Var á leiðinni úr Kársnesinu(Kópavogi) frá vinkonu minni og stoppa uppá Hamraborg þegar ég sé konu í rauðri kápu sita á bekknum og hverfur síðan jafn hratt og hún birtist, ég er með vini mínum þegar þetta gerist og hann er að horfa útá götuna og mér bregður svo mikið að ég bara öskra á hann:“ah! sástu konuna?” svo segir hann: “nei hvaða konu?”
Ég er þá kominn og er að horfa svona til vinstri útfrá strætóskýlinu og sé ég konuna aftur labba útá götu og hverfur svo í gegnum bíl sem keyrir í gegnum hana…
Klukkan er þá orðin 2 um nótt, og strætó hættur að ganga.. svo við ákváðum að labba þetta.
Ég ennþá skíthræddur eftir að hafa séð þessa konu þarna, held af stað niður hverfið og sé þá þennan dreka aftur flögra hátt yfir mér og yfir sjóinn á milli Arnarnesar og Kársnesar.. Bregður soldið en þegar við komum að Arnarnesinu þá bíður drekinn uppá þaki á einu húsanna og hverfur síðan,
tók eftir því að hann er með hvíta bringu.
Kem svo að jeppa sem stendur auður við veginn og þegar ég lýt svona snöggt inní hann þá birtist dauð kona fyrir mér,
í hvítum topp og öll blóðhlaupinn í framan og bláhvít og enn og aftur hverfur hún eins og venjulega :P
Geng ég svo alveg niður að sjó og enginn draugur eða hvað sem þetta er búið að gera vart við sig,
og svo þegar ég er búinn að ganga eftir göngustignum í dágóða stund heyri ég eitthvað koma uppúr sjónum með öllum tilheyrandi látum og svo allt í einu urrar eitthvað á mig.. ekki hundur.. neinei, þetta var eitthvað annað.. ég stirðna allur upp, öskra eins og kelling,
geri vin minn dauðhræddan líka og svo hættir urrið.. Lítum við svo fyrir aftan okkur sjáum við mann, sem var samt á undan okkur áður.
Við þá panicum soldið og byrjum bara labba hratt og drullum okkur uppá veg þar sem enginn er, frekar dautt svona á nóttunni, sé ég þá drekan aftur og verð þá rólegri.. Rann svona sælutilfinning um allan líkamann eins og ekkert hafi gerst..
Svo hverfur hann og við komum að húsinu mínu.

And you think i got problems? ^^

Ég get ekki spáð fram í tíman, en ég er viss um að ég sé skyggn :P
Systir mín segir að ég hafi víst talað við álfa þegar ég var lítill, man samt lítið eftir því =D

Langaði bara deila þessu með ykkur =)
Hope you enjoyed reading it ^^
Ég er fkn Muffin-King©