Ég dreymi mjög oft að ég hoppi fram af einhverju, aðallega fjallsbrúnum, en þá gerist svolítið sem ég býst ekki við.. ég svíf. Ég hef hoppað af stiganum heima í draumi, ég sveif niður hann..
Ég skil það ekki, ég hef oft dreymt einnig að ég sé að labba niður stiga, misstígi mig og detti, þá vakna ég með þessa ónotatilfinningu að ég sé enn að falla.

Svo er einn draumur sem ég hef mjög mikið verið að hugsa um:
Ég kem heim til besta vinar míns og hann er með þessari stelpu sem ég hef aldrei séð áður(lítil, dökkhærð og grönn) en í draumnum vissi ég að þetta var kærastan hans, þau voru bæði kófsveitt (þó þau sögðu ekkert um það var ég fullviss í draumnum að þau voru nýbúin með miklar atlotur í rúminu). Þau heilsa mér og vinur minn segir: “Ég er alveg búinn, ég get varla gengið niður stigann.” Ég brosi bara að þeim og þá byrjar kærastan hans að strjúka mér um hárið (ég er með ágætlega mikið hár) og vinur minn segir henni alltaf að hætta þessu og tekur hendur hennar úr hári mér. Næsta sem ég veit er að kærastan hans er dottin niður, liggur í eitthversskonar skúffu sem er nógu stór fyrir hana og í draumnum vissi ég að hún hafi dáið áfengisdauða og vini mínum, kærasta hennar, var alveg sama og langaði bara að fara eitthvert annað og skemmta okkur.

Ég hef mjög mikla ónotatilfinningu með þennan draum, ég hef aldrei fundið jafn mikla orku úr neinum draumi áður. Ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að hann er að segja mér eitthvað, og það slæmar fréttir. Ég vonast svo innilega að einhver geti ráðið eitthvað í hann fyrir mig svo ég geti slakað á.

Ég dreymi oft og huga að því að gera litla heimasíðu með hjálp blog.central.is þar sem ég mun rita niður alla þá drauma sem ég man eftir.