Fyrir mánuði síðan varð ein mín versta martröð að veruleika. Kötturinn minn dó 13 ára gamall, ég var búinn að eiga hann frá því að ég var 4 gamall og ég hálfpartinn ólst upp með honum. Hann greindist með krabbamein og hann gat ekki melt matinn sinn almennilega lengur. Hann fór frá því að vera 6kg niður í 2kg á 3 mánuðum. Ég gat ekki látið hann kveljast svona mikið lengur, mamma og pabbi vissu það líka að ég þyrfti að fara og láta svæfa hann sem fyrst. Ég vakti alla nóttina áður en ég fór með hann . Ég hélt hann í fanginu á mér, klappaði honum og talaði við hann, svo byrjaði hann að mala og fór svo að sofa, ég brotnaði gjörsamlega niður.

Næsta dag þegar ég var búinn að fara með hann og kom heim þá fór ég í eitt mesta svartnættis þunglyndi sem ég hafði kynnst.

En í gærnótt dreymdi mig um hann.
Ég var í herberginu mínu, starandi á vegginn eins og ég væri gjörsamlega heiladauður, mer var kalt og það var mjög dimmt. En svo kom hann upp úr þurru og stökk upp í fangið á mér, mjálmaði og sleikti á mer hendina. Hann var eðlilegur í útliti , var bara alveg eins og hann var. Ég var svo ánægður að sjá hann að það byrjuðu að streyma niður gleðitár. Síðan byrjaði hann að mala og horfði á mig og stökk niður á gólfið og hvarf í myrkrið.