Mig dreymdi alveg stórfurðulegan draum. Ég var að heimsækja hjúkkuna í gamla grunnskólanum mínum og ég er í svona göngutúr um skólann. Allt í einu er ég komin í sjóinn og sé krakka með foreldrum sínum vera að veiða fiska. Ég sé fiskana í sjónum og þeir voru rauðleitir og eins að lögun og skrautfiskar í búri…mér tekst auðveldlega að grípa í þá og færa þá uppá bakkann sem líkist frekar sundlaugarbakka þá segja krakkarnir “Vá, hvernig fer hún að þessu?”. Það hangir marglytta niður bakkann sem er alveg að detta niður í sjóinn til mín. Ég reyni að forðast hana, því hún er risastór og byrjuð að elta mig… Þá er ég aftur komin inn í gamla grunnskólann og ég hleyp um allan skólann með þessa marglyttu á eftir mér og ég er dauðhrædd við hana

ENDIR