Halló, ég vildi deila þessu með ykkur og gá hvað ykkur finnst um þetta.

Ég var á Laugum í 9.bekk. Laugar eru í Sælingsdal. Í miðjum Sælingsdal er berg sem að lýtur út eins og kirkja og er risastórt. Einn daginn ætlaði skólinn að fara niður að kirkjunni. Það var brjálað veður og ég nýbúin að vera veik svo að ég varð eftir. Þegar þau komu til baka sögðu vinkonur mínar söguna á bak við krikjuna.

Þetta er sagan í stuttu máli. Álfakirkja er bara álfakirkja ef að önnur mannakirkja stendur á móti henni og dyrnar snúa að hvor öðrum. Í gamla daga var ein manna kirkja hinu megin í dalnum sem stóð beint á móti álfakirkjunni.
Tveir bræður áttu heima þarna í dalnum. Einn var ætíð glaður en hinn var alltaf mjög alvarlegur og hljóðlátur. Þessi alvarlegi var að heimsækja álfana og hafa “kynmök” með þeim. Einn daginn var glaði bróðirinn að renna sé með vinum sínum niður kirkjuna á sleðum. Álfarnir urðu æfir af bræði og fengu óbeit á honum.
Á jónsmessu fannst alvarlegi bróðirinn hvergi. Hinn fór að leita að honum og gekk að álfakirkjunni. Bergið var opið og hann gekk inn þar var verið að vígja alvarlega bróðirinn inn í álfa menningu eða eitthvað þannig. Glaðværi bróðirinn öskraði að hann ætti ekki að gera þetta og að þetta væri djöfladýrkendur og eitthvað. Álfarnir flýta sér á hesta sína og ríða út um opið. Þeir ríða yfir glaðværa bróðirinn og hann deyr.
Presturinn í krikjunni heitir Korpúlfur og hann sagði alvarlega drengnum að ef að hann sjái hann aftur drepi hann hann með augunum. Seinna kom það fyrir.

Þetta var mjög gróflega sagt frá og sagt var að þetta væru bara sögusagnir. Ég veit ekki hvort ég sagði rétt frá heldur.

Ég sem að hef alltaf verið hrifin af svona hlutum fer daginn eftir ein út í brjálaða veðrið (sem var ekki eins brjálað) og geng í áttina að kirkjunni. Eftir 10 mínútna göngu kemur rosalegur snjóbylur og hrifsar í mig og fer svo út úr dalnum. Ég næ að halda mér kyrri og geng svo áfram…þegar ég er búin að nálgast kirkjunni mikið verð ég allt í einu drulluhrædd. Ég bið til guðs að gefa mér eitthvað tákn ef að ég ætti að snúa við og um leið þegar ég sleppi þeirri hugsun kemur svartur fugl (ekki hrafn eða kráka) og flýgur beint að mér svo að ég dett aftur á bak. Svo fer fuglinn að krikjunni og hringar þar fyrir ofan. Ég tek tvö skref að kirkjunni og er komin að svona stiga sem að er í sveitum til að komast yfir grindverk. Þá kemur sterk vindhviða og þeytir stiganum um koll og í burtu. Ég sný við og hleyp í burtu. Einhver rödd inní mér sagði að ég ætti ekki að líta við. Þegar ég leit á Laugar (búðirnar sem ég var í) kom allt í einu sólargeisli fram úr skýjunum og skein á Laugar.

Ég veit að þetta hljómar yfirdrifið, en ég segi nákvæmlega það sem að gerðist. Engar ýkjur. Veit einhver af hverju ég átti ekki að fara nær? Og af hverju ég mátti ekki líta við? Kannski eru þetta bara raðir af tilviljunum? Ég hálf skammast mín að segja frá þessu en ég er forvitin að vita hvað þetta gæti verið.