Sæl, Ég hef aldrei verið neitt opinn fyrir “Yfirnáttúrulegu/Draugum/Dulspeki” En núna í kvöld, fór ég með 3 félögum mínum að skoða frekar gamalt eyðibýli/hús/kofi upp á Vatnsenda fyrir utan Kópavog (Hellingur af Nýbyggingum þarna blokkir og svona) En já.. rétt áður en við förum inn keyrum við bílnum inn um lítið hlið og leggjum honum rétt fyrir utan til að lýsa á húsið. Bíllinn og lítið símaljósa er eina ljós sem við höfum með okkur. Þetta gamla “hús” er inn í miðjum skógi, tveggja hæða. Öll húsgögn eru ennþá þarna inni en gluggar brotnir og drasl hér og þar, Þarna inni mátti líka finna gamlar myndir og gamalt óopnað bréf stendur upp á hillu merkt “Björn Ófeigsson/Ofeisson, Brekkugata 7”
(Síðast þegar ég vissi er Brekkugata á Akureyri/Eyjafirði ? )
Þegar við fórum þangað inn fóru 2 vinir mínir að finna fyrir eitthverju (Þeir eru voða næmir fyrir svona hlutum, einum leið eins og hann vildi “Meiða” eitthvað eða særa.. voða skrítið.. meðan hinn fann fyrir eitthverju öðru.. þeir vilja voða lítið tala um svona). Allavega við fórum rétt svo inn kíktum ekki uppa á efriðhæðina.. bullandi svell og nánast ekkert ljós. Rétt eftir röltum við út í bíl og þegar heim var komið þá langaði mig að fræðast meira um þetta hús og fór í símaskránna á á netinu og leitaði af “Björn Ófeigssyni Brekkugata 7” Og fann ekkert sem pússlaði saman. En svo kemur spurning.. hvað/hver er sagan bakvið þetta hús ? Einhver sem hefur komið þangað eða veit eitthvað um þetta ?

Afsaka.. þetta getur verið svoldið ruglandi færsla hjá mér.. kannski ekki í neinu samhengi.. orða það þá betur í svörum

Takk fyri