sko ég fór allt í einu að velta því fyrir mér hvað þetta er, ég hef alltaf verið næm á fólk, hvernig það hreyfir sig og sýnir þannig hvernig því líður og annað álíka, skil einhvervegin hvernig því líður og þess vegna verð ég líka mjög sjaldan reið eða fúl við einhvern, ég bara VEIT hversvegna manneskjan lætur svona og skil hana vel

en það er ekkert skrítið eða dulrænt við það, sumir fylgjast betur með smáatriðum en aðrir,

NEMA núna í seinustu viku, á miðvikudaginn held ég var ég í skólanum í frímínútum og ég og nokkrar vinkonur og vorum að spjalla saman, ein góð vinkona mín lá í sófanum (eða á nokkrum púðum) með hausverk og ég auðvitað settist og spurði hvort hún væri nokkuð að verða veik, og hún bað mig að nudda á sér hálsinn, ég bara já, já, hef oft gert það, eldri systir mín var alltaf að nöldra í mér að nudda sig og svo komust vinkonurnar að því að ég kunni þetta ;P en það er annað mál

ég var svona að nudda á henni höfuðið og fattaði allt í einu að ég FANN hvar henni var illt í höfðinu, nuddaði þann stað og fann það færast, hélt þetta væri bara eitthvað kjaftæði í mér en spurði hana hvort henni væri núna illt þarna og svo þarna og hún bara já og já, hvernig veistu?

svo ég prófaði áfram og reindi að láta hana losna við hausverkinn og leið sjálfri alltaf verr og verr í höfðinu, við það að fynna hvar henni var illt, semsagt ég var með hausverk þar sem hún var með hann, svo voru frímínúturnar búnar og við þurftum að hlaupa í tíma, nema ég var með þennan hausverk áfram í smá stund og svo dofnaði hann eftir svona 10 mín. Og vinkona mín sagðist vera næstum laus við hann þegar hún fór í tíma (erum í sitthvorum bekknum)

svo fór ég að velta þessu fyrir mér og varð dáltið hrædd, ég hef nefnilega mikinn áhuga á svona sögum og myndum um svona, uppáhalds bækurnar mínar og myndirnar eru með einhverju yfirnáttúrulegu í, en fannst of mikið að þetta væri að gerast í alvörunni, sögur eiga heima í bókum og bíómyndum og mitt líf á að vera venjulegt og leiðinlegt.

En ég er samt mjög forvitin og vil vita hvort þetta er eitthvað ósköp hversdagslegt, þar sem ég viet ekkert hvað aðrir fynna, eða hvað þetta er, er að spá í að skrifa eitthvað svipað inná vísinda áhugamálið, kannski aðeins styttra, en ef einhver hérna veit eitthvað og hefur nennt að lesa þetta allt þá plís segið mér hvað er í gangi