þetta er slæmur draumur. það þýðir að þú munt verða fyrir missi. ég trúði nú ekki á draumaráðningar áður en einusinni dreymdi mig að tennurnar mínar væru skemmdar og áð ein framtönnin hefði dottið úr. þetta þýddi að það myndu verða mikil veikindi í fjölskyldunni og að einhver nákomin (framtönnin) myndi deyja og það myndi vera á föður ætt. (það skipti máli hvort það væri efti eða neðri gómur). stuttu seinna fékk frænka mín heilablóðfall og annar frændi minn líka svo veiktist afi (í föðurætt) og dó nokkrum dögum seinna. ég vil ekki hræða þig. en þessi draumur gæti þýtt eitthvað. ef eitthvað gerist þá dreymir þig greinileg fyrir hlutum eins og ég. nú pæli ég alltaf í skrýtnum draumum og það gerist alltaf eitthvað…