þetta hljómar líka engan veginn einsog hinar hefðbundnu fóbíur sem fólk hefur, því að þá VEIT maður vanalega hvað það er sem hræðir mann. Þetta getur verið allt annað. Hugsanlega hefur þú átt þér einhverju sögu þarna áður fyrr sem hefur ekki verið sérstaklega þægileg og innri vitundin þín skynjar það þegar þú kemur í kontakt við þennan stað og orku sem honum fylgir. Þá er kannski einsog staðurinn veki upp einhverja eldgamla óþægilega minningu sem ekki er hægt að koma orðum að.
Næst þegar þú ferð á þessa staði reyndu þá að undirbúa þig með því að jarðtengja þig og slappa af. Ekkert getur í raun og veru skaðað þig nema þú leyfir því að gera það. Gott er að hugsa sér hjúp af ljósi í kringum mann sem verndar frá neikvæðri orku.
Geðlæknar og sálfræðingar myndu væntanlega gefa önnur ráð eða jafnvel stinga upp á meðferð, en hvers vegna í fjandanum að taka mark á þeim þegar maður sjálfur getur varla útskýrt vandamálið.
Aðferðir dulspekinnar til þess að verjast svona hlutum eru bæði alveg jafn rökréttar (ef skoðaðar í réttu ljósi) og aðferðir sálfræðinnar og einnig töluvert eldri og rótgrónari (nokkur þúsund árum eldri, in fact..) þannig að dæmi hver fyrir sig.
vona að þér heppnist vel í næstu tilraunum! :)