Það getur vel verið að það hafi mikið verið skrifað um þetta, en mig vantar samt sem áður upplýsingarnar.

Málið er það að mig langar að vita hvað ég flokkast undir, hvað snertir trú.

Ég var bæði skírð og fermd í kristna trú, og er alin upp á kristnu heimili (ekki mikil áhersla á trú, en samt sem áður kristið). Ég fæ huggun í því að biðja og hef alltaf gert, ef mér líður illa.

Ég segi mig semsagt kristna ef eitthver spyr.

Ég hinsvegar trúi ekki á orð í Biblíunni…það er mikið af góðum dæmisögum og boðskap þar, en ég trúi ekki á neitt þar.
Ég trúi því að Jesú hafi verið til, en hafi einfaldlega verið mjög góður og trúaður maður, kanski með læknahæfileika, en ekki ‘heilagur’ eða ‘sonur guðs’.

Ég trúi á Guð sem gott afl eða góðan anda…kynlaust, formlaust afl, sem getur ekki mögulega átt “son” í mannsmynd.

Ég ber virðingu fyrir trúuðu fólki, og finnst grunnboðskapur Kristinnar trúar vera frábær, þótt að fólk mistúlki hann og misnoti oft til ills.

´Mér finnst þetta mjög óþægilegt, og var að velta fyrir mér hvort að einhver sem hefur vit á trúmálum geti aðstoðað mig við að “flokka” mig eftir trú :)

Ég er ekki trúleysingi…en ekki Kristin, þar sem ég trúi ekki á Jesú sem son guðs (kanski frelsara í þeim skilningi að hann sé góður maður sem muni endurfæðast og gera góða hluti, eins og Móðir Theresa eða slíkt). Er ég Efasemdamanneskja? Eða kanski bara hræsnari, þar sem að ég staðfesti trú mína fyrir örfáum árum með því að ferma mig?

Mér þætti vænt um alla hjálp og útskýringar…ég er frekar rugluð í þessum málum eins og er :s heh

Með fyrirfram þökk,
Kallisto
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'