Ég ætla að byrja á að taka það fram að það er líklegast mismunandi hvernig hægt er að útskýra þetta eftir því hvaða trúar ´leið´ þú ferð (ég er ekki viss hvaða trúarsöfnuð ég flokkast undir). <br><br>Ég held það sé rétt að við erum aldrei ein. En ég túi því líka að það sé ekkert slæmt til nema það sem þú ímyndar þér. Eins og ég sé þetta og trúi að sé, (notabene þá er ég að tala um andlegu hliðina hérna) þá ert þú sál sem lifir í líkama, hvað ætti að geta gert þér mein? Það er ekkert sem getur gert þér mein nema að þú leyfir því það. Ég hef lesið greinar eftir menn sem segja að það sé ekkert slæmt til (eða enginn slæmur staður), allt illt sem menn verða varir við er annaðhvort bara í hausnum á þeim (sennileg bara frá sjónvarps og videoglápi) eða aðrir andar að reyna að hræða þig …. ef þú t.d. sérð ógurlegan illan anda þá geturu bara ýmindað þér að þú sért helmingi stærri og ógurlegri en þessi andi og hrakið hann í burtu (s.s. þú ert andi og allir andar eru á sama plani, enginn sterkari en annar). <br>Það er töluvert um að fólk lendi í einhverri svona reynslu og ef að þetta væri eitthvað hættulegt afhverju sleppur fólk þá alltaf í burtu (reyndar kemur spurning á móti um hvort við myndum nokkurtíman vita af því ef eitthvað slæmt gerðist :P). <br>Allavegana er mín skoðun sú að fólk á að lifa lífinu óhrætt, það væri bara bjánalegt að fara í gegnum heilt líf í stöðugum ótta við hvað gerðist þegar maður fer að sofa. (eða það finnst mér allavegana)<br><br>En þú villt skýringu á því hvað þetta var þá get ég reynt mitt besta.<br><br>Kistusagan fyrst<br>Þessi er erfið …. en mín tilgáta er sú að það sé einhver sem vill ekki slíta sig frá kistunni og sé að reyna að hræða aðra frá henni. Kanski einhver sem hefur fengið hana sem gjöf frá einhverjum ur sumthing …. kanski að miðill gæti hjálpað þér með það. <br>Svo skuggasagan<br>Tja… ef þú hefðir ýmindað þér að verndari þinn væri að gera eitthvað þarna í kringum þig hefðiru þá orðið hrædd? … kanski voru þetta einhverjir andar sem langaði að tala við þig eða segja þér eitthvað en þú ímyndaðir þér allt það versta (sjá dæmi að ofan) og þeir breyttust í skrímsli. Ég mæli með að þú skoðir bækur og sögur frá fólki í sambandi við OOBE (Out Of Body Experience). Það hefur hjálpað mér mikið við að skilja hluti sem ég hef lent í sjálfur. <br><br>Mig grunar að Wiggi eigi svar við þessu (segir þér sennilega að hlusta ekki á þetta rugl í mér) en það verður bara að hafa það :)