Mig langar til að segja ykkur frá einum draum sem mig dreymdi og þygg alla
hjálp við útskýringar á draumnum.

Hann byrjar þannig að ég og vínkona mín erum að labba heim til frænda
míns, og þegar við komum heim til hans þá einhvernveginn held ég að hann sé
einn strákur sem ég þoli ekki (ælta ekki að fara að nefna nafn) og byrja bara
að rífa kjaf við hann og hann skilur ekki neitt.
Svo kemur annar frændi minn inn í herbergið í hjólastól (hann er ekki í
hjólastól í raunveruleikanum) og við tölum bara við hann eins og að hann hafi
alltaf verið í
hjólastól. Við vorum í geimveruleik í tölvunni. Svo fórum við heim og þar
hittum við 2
bekkjabræður vinkonu minnar, og henni langaði til að stoppa til að spjalla við
þá,
en ég þurfti að fara heim að borða.
Þegar ég var að borða þá sá ég út um gluggann að vinkona mín liggur í snjónum
milli þessara stráka og með teppi yfir sér og þau voru öll með bros á vör.
Þá flýtti ég mér út til þerra en þegar ég var komin út þá voru þau komin á
sleða sem færðist í snjónum á jafnsléttu! og enginn var að draga þau!! Þá
fórum ég og pabbi út á torfærubíl að leita af þeim og keyrðum í gegnum garð
með FULLT af snjóköllum sem voru hvítir, grænir, rauðir og bláir á litinn. En
við fundum þau ekki þannig að ég og pabbi fórum aftur heim en þá var vinkona
mín,
mamma hennar, pabbi og bróðir hennar í garðinum mínum að búa til risa snjókjall
sem var hvítur á litinn, og þau héldu öll á styttu en vinkona mín setti
alltaf snjó á styttuna og át snjóinn af styttunni. Þá spurði ég hana afhverju
hún gerði það þá sagði hún að henni langaði að verða styttan þess vegna gerði
hún þetta. Svo fórum ég og vinkona mín í einhvern leik sem enginn mátti
sjá, og ein stelpa sá leikinn þannig að ég og vinkona mín rotuðum hana og
hentum
henni út um gluggan.

Og Þannig endaði draumurinn.

Takk fyrir mig.