Komiði sæl!

Ég er nú svo forvitinn um drauma og ég hef ekkert komist í draumráðningabók svo að ég vonast eftir einhverjum svörum hér.

Þessi draumur var nú ekkert flókinn en svona hljómar það: Ég er búinn að vera hrifinn af einni stelpu lengi og svo kom hún til mín um daginn og sagði mér að hún væri byrjuð með strák. En svo dreymdi mig fyrir nokkrum dögum að hún væri búin að segja stráknum upp.

Og ég var þarna eitthvað að reyna að hugga hana (í draumnum) og svo byrjuðum við að kyssast á fullu og eitthvað og það var bara þannig út allan drauminn.

Á maður eitthvað að taka mark á þessu eða?

Vona að einhver geti gefið mér einhver góð svör :)

Takk takk :D