Frá því ég man eftir hef ég verið að leika mér að því að ná völdum á draumunum mínum. Með takmörkuðum árangri fyrst en eftir því sem sjálfstraust jókst því einfaldara var að breyta þeim. Furðulegasti draumur sem é man eftir var um daginn þegar mér tókst að ná samanandi við líkamann þó ég væri enn í draumi, tókst að lyfta hausum og hreyfa hendurnar án þess að vakna, var eins og maður væri í djúpri afslöppun og var maður því mun þyngri en maður er vanur, en það tókst með viljanum. Væri gaman að heyra hvernig aðrir hafa upplifað svona drauma.