Ég var að taka myndir á lokaballinu hjá skolanum mínum um daginn og var að skoða myndirnar áðan. Ég tók eftir því að á öllum myndunum sem teknar voru á skemmtistaðnum voru fullt af litlum ljóskúlum. Þessar kúlur voru ekki á myndum sem ég tók annarsstaðar.
Ég hef séð það einhverstaðar að svona ljóskúlur séu andar eða draugar eða eitthvað álíka. Ef það er satt þá er þessi skemmtistaður fullur af djammdraugum.
Það gæti líka verið að myndavélin mín sé bara eitthvað skrítin. Hvað haldið þið?