ég fékk bók að gjöf frá frænku minni, sem er búsett á ítalíu.
Hún er baháí-trúar..
ég fór að lesa þessa bók, með svona gullkornum og leiðarvísum og þessháttar..
ég skil þetta ekki alveg,
eftir að hafa lesið hana alla í gegn,
þá stóð ég uppi skíthrædd við bókina og frænku mína :s
þetta er allt saman mjög fallegt,
en ég skil þetta engann veginn..
ef að ég rýndi í orðin,
fannst mér sumt, sem þýtt var úr arabísku vera að leiða til afsölu allrar jarðlegrar hamingju og jafnvel sjálfsmorðs, til að geta öðlast eilífa ást HANS..

15. Ó, sonur málsins!
Bein augliti þínu að Mér og afneita öllu nema Mér, því að veldi mitt varir og ríki mitt líður ekki undir lok. ef þú leitar annars en Mín, já, þótt þú leitaðir um gjörvallann alheiminn að eilífu, myndi leit þín engann ávöxt bera.

34. Ó, sonur andans!
Andi heilagleikans flytur þér gleðitíðindin um endurfundi, hví hryggist þú? Andi valdsins staðfestir þig í málstað Sínum, hvers vegna hylur þú augu þín? Ljós ásýndar Hans lýsir þér veginn, hvernig getur þú villst af leið?

—–
eins og ég segi, þá hef ég EKKERT á móti öðrum trúarbrögðum en mínum.. ég leitast við að skilja, ekki gagnrýna :)
vona innilega að einhvert ykkar geti hjálpað mér :)
Ekkert sem ég skrifa er í samhengi ?