Fyrsti draumurinn sem ég man eftir, reyndar var þetta martröð því ég bara 4-5 ára, hann var svona: Ég og mamma mín vorum að keyra og síðan komum við að leikskólanum mínum, mamma fór inn að borga fyrir mig leikskólagjaldið. Ég beið inní bíl og sá að það voru 4 gaurar að gera við götuna (geggt svona massaðir gaurar) og ég byrjaði að horfa á þá vinna og í hvert skipti sem þeir horfðu á mig þá beygði ég mig niður svo að þeir sá mig ekki. Gerði það svona 3ö4 sinnum og síðan löbbuðu þeir að bílnum, opnuðu og einn gaurinn tók mig út, fór með mig uppað veggnum á leikskólanum og hýfði mig upp með annari þannig að andlitin á okkur voru í sömu hæð. Þá kom mamma út og sagði þeim að hætta… Ég hef munað þetta alltaf!!!

Og eitt annað: Alltaf þegar mig dreymir, og ég er að hlaupa, þá verð ég alltaf svona eiginlega þyngdarlaus (eins og á tunglinu) þannig að ég fer geggjað hægt. Gerist alltaf þegar mig dreymir að ég sé að hlaupa!