Mig dreymdi tvo drauma um daginn. Sá fyrri var þannig að ég kem inn í fjós og sé að naut gengur þar laust. Það setur fyrir sig hornin og tekur á rás að mér. Ég hleyp út úr fjósinu og rétt næ að skella lokunni fyrir fjóshurðina áður en nautið stangar mig. Síðari draumurinn var þannig að risavaxin bænabeiða (fyrir þá sem ekki vita er það skordýr sem er rándýr) var að ráðast á húsið mitt en í lok draumsins nær eldri systir mín að ráða niðurlögum dýrsins.

Hvernig túlkiði þessa drauma? Ég ætla að benda á að þegar mig dreymdi þetta var ég hrædd um að ég væri með alvarlegan sjúkdóm en nú hefur komið í ljós að svo er ekki. Getur þetta eitthvað tengst, þ.e. að dýrin hafi verið sjúkdómurinn og þetta hafi verið vísbending um að ég myndi sleppa?

Calliope