Já mig dreymdi frekar skrítinn draum fyrir fáeinum dögum.

Alltaf þegar ég sofnaði byrjaði mig bara að dreyma eitthvað venjulegt kjaftæði.. en svo drógst ég alltaf í burtu.. og var þá komin á svarta strönd og horfði á sjóinn og miklar öldur (það var dimmt og frekar mikill vindur) og svo 2 frekar háa og uppmjóa stapa (kletta) svolítið langt út í sjónum og ég var alein. Svo vaknaði ég.. og um leið og ég sofanði aftur endurtók þetta sig (mig dreymdi þetta u.þ.b svona 5 sinnum þessa nótt).
Svo gerðist það sama daginn eftir.. en mig hefur ekki dreymt þetta síðan nema aðeins frekar óljóst í gær.

Mér finnst þetta frekar þýðingarmikill draumur og væri endilega til í að fá einhverja ráðleggingu um það hvað þetta gæti þýtt.
./hundar