Það er búið að skrifa mikið um andaglas hérna en ég var bara að spá í það hvernig maður á að framkvæma andaglas? ég veit að það eiga að vera allir stafirnir og tölustafirnir og já og nei og eitthvað og að maður má ekki sleppa glasinu.

En ég hef líka heyrt um að allir eigi að fara saman með Faðirvorið og svo eigi allir að snúa glasinu fyrir ofan höfuðið á sér í ákveðinn hring eða eitthvað.

Veit eitthver hérna hvernig maður framkvæmir andaglas rétt?

Kveðja, Mez.

P.S. ég veit að þetta kemur málinu ekki við en munið þið eftir stuttmyndinni sem var sýnd í sjónvarpinu eitthverntíma:

Tvær vinkonur hittust heima hjá annarri þeirra sem var hjartveik,köllum hana bara Stínu. Allt í einu rennur glas niður af borðinu, þeim bregður auðvitað en Stína fær þá hugmynd að fara í andaglas og þó hinni (köllum hana bara Gunnu) lítist ekki á það, þá gera þær það samt.
Andinn í glasinu segir að Stína eigi eftir að deyja úr hjartaáfalli og að Gunna eigi eftir að deyja úr bílslysi. Þegar þær hætta er Gunna orðin alvarlega hrædd en þá viðurkennir Stína að hún hafi verið að stjórna glasinu.
Gunna verður svo reið að hún strunsar út og hleypur á götuna þar sem bíll keyrir á hana svo hún deyr. Stína sér þetta út um gluggann og bregður svo mikið að hún fær hjartaáfall..

Þetta var sýnt fyrir mörgum árum en ég man alltaf eftir þessu…
Datt ekkert smellið í hug..