Ég veit ekki hve margir eru búnir að heyra þessa sögu en ég held að hún sé sönn

hún hljómar þannig:

Stúdentar voru að klára menntaskóla. Á hverju ári höfðu allir stúdentar úr þessum skóla farið á sérstakan stað og þar var tekin mynd af þeim, þetta var einhversstaðar upp í sveit. Stúdentarnir stilltu sér upp við einhvern hól, ef mig man rétt og það var smellt af mynd og allt í lagi með það, en þegar myndin var framkölluð, þá var allt í móðu og fullt af augum í kring og svoleiðis.

Svolítið spooky!