Ef þú hefur ekki séð þessar myndir þá eru þær um fjölskyldu sem býr í hús sem hópur af draugum búa líka í. Fyrst eru draugarnir góðir, en svo verða þeir vondir og ræna yngsta barnið í fjölskyldunni. Þessi saga er talin hafa gerst.

Ég var að fara yfir gamlar spólur mínar í gær og ég fann hryllings myndina poltergeist sem er frá árinu 1982, og seinni myndin er frá 1986 og þriðja frá 1988. Ég fór á www.imdb.com (International movie data base) fyrir að ná í smá upplýsingar um leikkaran Craig T. Nelson. Og ég hef líka heyrt einhver staðar að nokkrir leikarar dóu stutt eftir þessar myndir svo ég gáði líka að því.

Þeir leikarar sem dóu voru
Dominique Dunne sem lék Dana Freeling, var drepin árið 1982 hún var 22 ára gömul.

Julian Beck sem lék kane dó út af maga krabbamen árið 1986 hann var 60 ára gamall.

Will Sampson sem lék taylor hann dó út af flækju í hjartanu árið 1987 hann var 53 ára gamall.

Heather O'Rourke sem lék Carol Anne Freeling,hún dó út af einhverja hjarta bilun árið 1988 hún var 13 ára gömul.

Beatrice Straight sem lék Dr. Lesh dó út af lungnabólgu árið 2001 hún var 87 ára gömul.

Mér finnst þetta svoldið skrítið, eða kannski bara tilviljun?.