Mig dreymdi þennan einkennilega draum sem ég finn í fyrri nótt:

Ég hafði unnið einhverja ferð til Danmerkur með skipi og mér fannst eins og ég væri úti á Keflavíkur-flugvelli á leið í skipið nema ég hafði týnt miðanum, sem tafði fyrir brottför skipsins. Samt sem áður komst ég um borð í skipið og í skipinu voru pabbi, kærastan hans og einn af litlu bræðrum mínum.
Svo einhversstaðar á miðju hafi var ég í káetunni minni og opnaði gluggan þar(sem var fyrir neðan sjávarmáli) sem fyllti neðri þilför skipsins af sjó. Ég kafaði í káetunni eftir tösku sem ég hafði með mér og svo sökk skipið og draumurinn endaði.
-
Help…

kv.
Perizad.
Perizad.