Mig dreymdi að ég væri að fara í einhverri lest eða öðru farartæki upp snjó á fjalli. Ég er með 13 ára frænku minni í þessu. Hún snýr baki í útsýnið og allt í einu sé ég fólk í tívolítæki fara framúr okkur á leið upp fjallið og ég segi, Anna, sjáðu. Hún lítur við og missir af því af því tækið fór hratt upp. ENDIR. Hvað ætli svona þýði? Nú eru mamma mín og mamma hennar með alvarleg krabbamein sem hafa dreifst út í beinin. Getur þetta tengst því eitthvað? Nú er ég ekki góð í draumaráðningum en veit einhver hvað þetta gæti þýtt og hvort þetta tengist veikindum mæðra okkar?