Ég lendi öðru hvoru í því þegar ég er sofandi að mér finnst ég vera vaknaður, en þó enn með augun lokuð, og ég vil opna augun og hreyfa mig en einfaldlega get það ekki! Svona eins og ég sé ekki í líkamanum.
Dæmi: Ég sofnaði yfir miðjan dag fyrir stuttu, og allt í einu finnst mér ég heyra að útidyrahurðin sé opnuð og einhvern umgang. Mér fannst það skrítið því ég átti ekki von á neinum, en datt í hug að pabbi væri kominn (hann býr útá landi en er með lykil að íbúðinni). Ég vildi ekki að hann næði mér sofandi yfir miðjan dag svo ég ákvað að drífa mig á fætur en þá var eins og ég gæti ekki hreyft legg né lið. Ég gat eifaldlega ekki vaknað! Það var eins og ég þurfti að rembast við að opna augun og svo allt í einu hrökk ég upp. Og þá fattaði ég að mig hafði verið að dreyma.
Ég lendi nokkuð oft í þessu að ég vil vakna (og held að ég sé vakandi) en svo get ég það ekki þangað til ég allt í einu hrekk upp, og þá rennur upp fyrir mér að ég var alls ekki vakandi.

Kannst einhver annar við þetta?
Er ég á milli svefns og vöku? Hefur þetta eitthvað með sálfarir eða svefnrofalömun að gera?

Svo er annað. Stundum hrekk ég líka upp við það að mér finnst ég vera kíldur í síðuna eða að það sé slegið í löppina á mér eða eitthvað slíkt.

Getur einhver útskýrt hvað þetta er allt saman?