Þegar ég var 8 ára þá dreymdi mig draum sem hafði áhrif á mig í 3 ár eftir á. Hún byrjaði með einhvers skonar veislu sem var verið að halda í húsinu okkar. Ég labbaði bara um húsið og gáði hverjir voru í veisluni, þangað til að ég leit út um gluggann og sá eitthvað sem ég veit ekki allveg hvernig ég á að lýsa, hún var á meðalhæð, blóðug og með svört augu, og hallandi höfuð. Hún starði á mig. Þegar ég leit aftur fyrir mig þá voru allir horfnir. Ég leit aftur út og veran var horfin. Síðan heyrði ég rödd, ég held að það hafi verið kvennmans rödd. Síðan er eins og það hafi slökknað á öllu, og það var allt í einu komið myrkur. Síðan heyrði ég hrikalegt öskur úr konu. Ég hljóp fram og í áttina sem hljóðið barst. Þá sá ég konu sem var búið að krossfesta hana við eldavélina. Hendurnar voru blóðugar út af nöglum sem voru búnir að vera negldir við borðið, andlitið á eini eldavélunni helluni sem búið var að kveikja á, andlitið var soðnað og hálf bráðnað. Þetta var svo raunveruleg sjón að það var eins og að vera þarna í alvöruni. Þegar ég leit fram á ganginn þá sá ég eitthvað sem gekk inná klósett, það gekk mjög hratt og mjög furðulega. Ég leit á klukkuna og hún var orðin 3 að nóttu. Ég læddist inn á klósett til þess að sjá hvort að einhver var þarna inni, en svo var ekki. Ég hljóp inní svefnherbergið mömmu og pabba. En enginn var þar. Ég læddist upp í rúmið. En þegar ég var kominn hálfa leiðina upp í rúmið þá heyrði ég hljóð fram á gangi, fótatök sem byrjuðu allt í einu að hlaupa og snar stoppuðu svo. Ég breiddi sængina yfir mig eins og ég væri að fela mig. En þegar ég leit aftur um hurðina þá stóð hún þarna og starði á mig. Ég þorði ekki að hreyfa mig, hún haggaðist ekki, síðan var það eins og hún blikkaði. Síðan allt í einu stökk hún á mig. Þá vaknaði ég.

Ég á draumaráðningabók og ég hef margkannað hana margoft um þetta og eina sem ég gat fundið um þetta var að þetta hafi verið Djöfulinn