ég sá oft draug þegar ég var lítil. nú hugsið þið að börn hafi svo mikið ímyndunarafl en það var ekki þannig.
ég var inni í herberginu mínu og þá sá ég manninn (hann var gamall) og hljóp inn til foreldra minna, eftir nokkur skipti þá var ég ekki hrædd lengur við manninn því ég vissi að hann gerði mér ekki neitt.
svo seinna þegar mamma mín hitti fólkið sem bjó þarna á undan þá spurði hún þau um þetta og þau sögðu að þarna hafi einusinni dáið gamall maður og að sonur þeirra hafi séð það sama.
ef þetta var ekki alvöru draugur hvað var þetta þá??? varla fara tveir að ljúga þetta um sama manninn án þess að vita hvort af öðru og líka að maður hafi dáið þarna.
eftir að hafa hugsað vel um það þátrúi ég á drauga
FluGkiSan!!!