Fyrir viku eða svo varð systir mín veik, og hún varð eftir meðan ég fór í skólan. Svo eftir að skólinn var búinn, kem ég auga á stelpu mjög líka systur minni, í nákvæmlega sömu fötum og hún, í einhverjum hópi stelpna úr bekknum hennar. Ég hélt að þetta væri systir mín, sem að hefði kannski látið sér batna og komið í skólan, svo labbaði ég heim. Og viti menn! Hún var enþá þar, og sagðist ekki hafa farið út úr húsi.

Nú, ég er nú ekkert rosalega hjátrúarfullur þannig að ég kærði mig kollótann og hélt áfram mínu lífi.

Svo í dag, þá lenti systir mín og vinkona hennar í mjög svipuðum atburð, þær sáu stelpu, með alveg eins hár sem var jafn há og maja, og hún var í nákvæmlega sömu fötum og hún (hún var reyndar í rauðum henson galla, en systir mín ekki. En hún á þannig galla og heldur mjög mikið upp á hann.)

Einnig hafði systir mín keypt sér húfu um daginn .og var þessi stelpa með nákvæmlega eins á höfðinu. Nú, vinkona systur mínar fer eitthvað að benda á hana, og þá tekur þessi undarlega stelpa á rás og þegar hún er komin hálfa leið yfir götuna, kemur strætó og keyrir í veg fyrir hana, þegar stelpan á að koma í ljós aftur. Þá er hún horfin.

Þess má geta að ég sagði systur minni ekki frá fyrri atburðinum.

Nú þætti mér gaman að vita, hvað ykkur finnst um þetta mál, en ég allaveganna frekar skelkaður :(
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi