Fyrir nokkru dreymdi mig draum um afa minn sem ég missti fyrir u.þ.b ári síðan. Í draumnun þá var ég að ganga inn í hús ömmu minnar og afa og þá mætti ég afa mínum og hann var klæddur í stóran hvítan náttkjól en það sem að hræddi mig mest var það að hann var snjó hvítur í framan og hann var með klút utan um höfuðið (svona eins og lík erum með til að halda kjálkanum uppi) og þar að leiðandi gat hann ekki talað við mig heldur starði hann bara á mig, sem að hræddi mig líka svo lítið.
En ef það er einhver sem hefur hugmynd um hvað þessi draumur gæti þýdd þá þætti mér gott að vita það.
Kv.
Mink