Mig hefur 2svar dreymt þennan draum og hann fer alveg rosalega í mig…
Ég er stödd í eitthverjum bæ, ég kannast við mig þar en ég þekki engan. Ég labba og labba, þangað til ég heyri raddir. Eitthvað segir mér að fela mig, og það er það sem ég geri. Allt í einu labba framhjá mér fullt af fólki, sem er allt eins og það hafi lamið hausnum á sér í vegg og er allt grátt og minnir mig svolítið á uppvakninga. Þetta eru bæði lítil börn og fullorðnir, þau eru öll dansandi um og fagnandi.
Svo loksins fara þau og ég byrja að hlaupa, ég hleyp og hleyp þangað til að loksins ég finn venjulegt fólk, það segir mér að fela mig og passa mig á gráa fólkinu. Allt í einu verða allir skelfingu lostnir og byrja að hlaupa, ég geri það sama, fel mig og sé gráa fólkið myrða venjulega fókið, það fagnar og hleypur svo í burtu. Ég er áfram á felustaðnum mínum, þangað til að allt í einu fullt af gömlu fólki, eldri borgurum kemur og byrjar að taka saman líkin, það syngur eitthvað jarðarfararlag í leiðinni. Ég fæ að fylgja þeim í gamalt íþróttahús, þar sem við bíðum.
Svo allt í einu heyrast miklir skruðningar og gráa fókið kemur inn og ræðst á alla sem eru þarna inni. Þá vakna ég…
Satt að segja trúi ég sjaldnast á að draumar merki eitthvað nema þeir fara eitthvað í mann, mig hefur 3svar á ævinni dreymt eitthvað sem fór í mig og í 2 skipti hefur það sem draumurinn átti að merkja gerst… núna er bara að bíða og sjá með þennan. Veit eitthver hvað þetta gæti mögulega þýtt? Er ég kannski bara algjörlega að missa vitið?

Takk